-1.1 C
Selfoss

Grohe trukkurinn við BYKO á Selfossi

Vinsælast

Grohe trukkurinn var í morgun við verslun BYKO á Selfossi. Þar voru kynntar allar helstu nýjungar í blöndunartækjum frá Grohe í sérútbúnum sýningarsal í Grohe trukknum. Einnig var boðið upp á hamborgara og hægt að vinna Select fótbolta í knattþrautum.

Búnaður sem gerir fólki kleift að skrúfa fyrir vatnið í gegnum síma. Mynd. ÖG.

Á meðal nýjunga frá Grohe má nefna búnað sem gerir t.d. sumarhúsaeigendum viðvart í síma í gegnum app ef leki verður. Jafnframt er hægt að stöðva vatnsrennsli í gegnum símann. Einnig gat að líta sturtuklefa sem er hægt að nota sem gufubað. Þá er hægt að fá sérstakan búnað sem tengir Sodastreamtækið við vatnskranann. Þá þarf ekkert annað en setja glasið undir kranann til að fá sér sódavatn.

Margir nýttu tækifærið og skoðuðu helstu nýjungarnar frá Grohe.

Hægt var að sjá alls konar sturtuhausa frá Grohe í trukknum. Mynd: ÖG.

Nýjar fréttir