2.3 C
Selfoss

Selfoss fékk lið frá Litháen

Vinsælast

Í morgun var dregið í fyrstu umferð EHF-bikarsins karla í handbolta í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins. Tvö íslensk lið voru í pottinum, Selfoss og FH. ÍBV er þriðja íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópukeppni en þeir sitja hjá í fyrstu umferð.

Selfoss dróst gegn Klaipeda Dragunas frá Litháen í fyrstu umferð. FH dróst gegn RK Dubrava frá Króatíu. Kom­ist Sel­foss áfram í aðra umferði mæta þeir Ribnica frá Slóven­íu. Komist FH-ing­ar áfram mæta þeir Ben­fica frá Portúgal. ÍBV mæta franska liðinu Pauc og koma inn í keppnina í annarri umferð.

Fyrri leikur Selfoss er heimaleikur á Selfossi 1.–2. september og seinni leikurinn er útileikur 8.–9. september. FH byrjar á útileik. Fyrri leikur ÍBV fer fram í Eyjum 6.–7. októ­ber og síðari leik­ur­inn í Frakklandi 13.–14. októ­ber.

Nýjar fréttir