3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Norðurlandamót í ólympískum lyftingum í Hveragerði í september

Norðurlandamót í ólympískum lyftingum í Hveragerði í september

0
Norðurlandamót í ólympískum lyftingum í Hveragerði í september
Brosmildir keppendur frá Lyftingafélaginu Hengli Hveragerði.

Dagana 28.–30. sept­em­ber næstkomandi mun Ísland halda Norðurlanda­mót í ólympísk­um lyfting­um. Þetta verður 56. Norðurlanda­meistaramótið í karlaflokk­um og 20. Norður­landameistara­mót í kvenna­flokk­um. Mótið var síðast haldið á Íslandi árið 2013 og þá á Akureyri.

Í ár verður mótið haldið í íþrótta­húsinu í Hveragerði og munu keppendur og fylgdarlið þeirra hafa aðsetur á Hótel Örk, en gert er ráð fyrir fimmtíu erlend­um keppendum frá fimm þjóð­um. Hver þjóð sendir tvo kepp­end­ur í hvern þyngdarflokk ef viðkomandi þjóð sendir fullskip­að lið. Ísland mun mæta með fullt lið eða sextán keppendur.

Lyftingafélagið Hengill í Hvera­gerði mun sjá um fram­kvæmd mótsins og er undirbún­ingur í fullum gangi. Hvera­gerðisbær styrkir mótið með því að sjá um flutning keppenda og fylgdarliðs þeirra til og frá Keflavíkurflugvelli. Jafnframt verði keppendum boðinn endurgjaldslaus aðgangur að Sund­lauginni Laugaskarði meðan á mótinu stendur.