3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Gerðu upp vatnsbrunn við Tungubæinn í Fljótshlíð

Gerðu upp vatnsbrunn við Tungubæinn í Fljótshlíð

0
Gerðu upp vatnsbrunn við Tungubæinn í Fljótshlíð
Theódór Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson við skiltið sem stendur við brunninn í Tungu.

Þeir félagar Theódór Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson tóku sig til og gerðu upp fornfrægan vatnsbrunn þar sem Tungubærinn í Fljótshlíð stóð í eina tíð. Nú hefur Guðmundur Svavarsson slegið svæðið af miklum myndarskap. Theódór og Sigurður hafa einnig komið upp fínu skilti skammt frá Tunguskógi. Hægt er að bergja af brunninum. Að sögn kunnugra er vatnið einstakt og stuðlar að langlífi. Svæðið er öllum opið.