-7.2 C
Selfoss
Home Fréttir Flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður

Flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður

0
Flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður
Daníel Hjálmtýsson og Magnús Jóhann flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður laugardaginn 14. Júlí kl. 14.

Formleg opnun Menningarveislu Sólheima var 2. júní sl. við Grænu Könnuna með opnun á nýju og fallegu húsi í hjarta staðarins. Þar var samsýning vinnustofa Sólheima skoðuð og komið við í Sesseljuhúsi þar sem afleiðingar og mögulegar lausnir gegn hnattrænni hlýnun voru skoðaðar. Síðan tóku við fyrstu tónleikarnir í Sólheimakirkju en tónleikar verða þar um helgar í allt sumar. Einnig er verslun, kaffihús og sýningar opið kl. 12:00–19:30 alla daga í sumar.

Flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður
Laugardaginn 14. júlí kl. 14 verða tónleikar í Sólheimakirkju. Þar munu þeir Daníel Hjálmtýsson og Magnús Jóhann flytja lög eftir Leonard Cohen og aðrar ábreiður. Sunnudaginn 15. júní kl. 14 messar sr. Egill Hallgrímsson í Sólheimakirkju.

Fjöldi tónleika í júlí og ágúst
Laugardaginn 21. júlí verður Tónaflóð þar sem Elmar Gilbertsson tenórsöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja vel valin lög. Laugardaginn 28. júlí verða tónleikar sem nefnast Voces Veritas. Vigdís Garðarsdóttir söngkona og Lárus Sigurðsson gítar- og hörpuleikari skipa dúettinn Voces Veritas. Laugardaginn 4. ágúst mun Kristi Hanno klarinettuleikar frá Bandaríkjunum flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskál. Laugardaginn 11. ágúst mæta þeir félagar Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson og gera það sem þeir gera best þ.e. skemmta sér og öðrum. Menningarveislunni lýkur svo laugardaginn 18. ágúst með tónleikum hljómsveitarinnar Klassart. Hana skipa systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn. Þau flytja blússkotna popptónlist.

Þetta er í þrettánda skipti sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Íbúar Sólheima bjóða gestum að koma í heimsókn og kynnast starfinu og þeim gildum sem Sólheimar standa fyrir og starfað er eftir þ.e. kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Lagður er metnaður í að sem flestir finni sig á Sólheimum og njóti sín.