3.9 C
Selfoss

Kynningarferðir ferðaþjónustuaðila um Suðurland

Vinsælast

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa, bókunarskrifstofa og upplýsingamiðstöðva í kynningarferðir um Suðurland í lok maí og byrjun júní. Um undirbúning og framkvæmd ferðanna sá einnig faghópur um ferðamál á Suðurlandi sem skipa fulltrúum sveitarfélaga og klasa á svæðinu. Tilgangur ferðanna var að kynna nýjungar í ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Byrjað var í fyrstu ferðinni á að heimsækja Sveitarfélagið Hornafjörð. Flogið var á Höfn með Flugfélaginu Ernir og þaðan keyrt um Hornafjörðin og fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki heimsótt, en Glacier Journey sáu um aksturinn. Þá var haldið með hópinn út fyrir þéttbýlið og ferðaþjónustuaðilar heimsóttir þar.

Næsta ferð var farin um uppsveitir Suðurlands og Hveragerði. Lagt var af stað frá Reykjavík og ekið sem leið lá yfir Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði á Suðurlandið. Dagurinn endaði á heimsókn í Hveragerði þar sem skoðuð var ný og endurbætt aðstaða á Hótel Örk.

Í síðustu ferðinni lá leiðin til Vestmannaeyja en haldið var af stað frá Reykjavík snemma morguns og keyrt sem leið lá í Landeyjarhöfn þar sem farið var um borð í Herjólf. Fyrsti viðkomustaður var Þekkingarsetur Vestmannaeyja þar sem tekið var á móti hópnum og sagt frá uppbyggingu í Eyjum og væntanlegum nýjungum í ferðaþjónustu.

Ferðirnar voru vel heppnaðar í alla staði, fólk var almennt mjög ánægt og hvarvetna var tekið vel á móti hópunum.

Nánri ferðalýsingar má lesa hér.

Nýjar fréttir