3.9 C
Selfoss

Sumartónleikar í Skálholti um helgina

Vinsælast

Nú eru Sumartónleikar í Skálholti að ræsa vélina og fyrsta tónleikavikan hafin. Marco Fusi er ítalskur fiðlusnillingur sem leikur stórt hlutverk í þessari fyrstu tónleikaviku, en líka staðartónskáld Sumartónleikanna, þær Bergrún Snæbjörnsdóttir og Bára Gísladóttir. Caput hópurinn og fleiri listamenn koma einnig við sögu og sem dæmi má nefna að tvö erlend tónskáld koma til Íslands til að fylgja eftir verkum sínum, þeir Carlo Ciceri frá Ítalíu og Esaias Järnegard frá Svíþjóð.

Marco Fusi hefur starfað með mörgum af frægustu tónlistarmönnum álfunnar á sviði nútímatónlistar. Hann hefur einnig endurvakið áhuga á viola d‘amore hljóðfærinu og frumflutt fyrir það ný verk. Fjögur ný verk fyrir viola d‘amore og rafhljóð eru meðal þess sem verður frumflutt í Skálholti. Marco Fusi hefur á ferli sínum m.a. frumflutt verk eftir Billone, Sciarrino, Eötvös, Cendo og Ferneyhough og komið fram með stjórnendunum Pierre Boulez og Lorin Maazel. Hann er tíður gestur leiðandi hópa í samtímatónlist s.s. Klangforum Wien, MusikFabrik, Meitar Ensemble, Mivos Quartet, Ensemble Linea, Interface (Frankfurt), Phoenix (Basel) and Handwerk (Köln).

Fyrstu tónleikarnir, sem báru yfirskriftina Endurreisn, fóru fram í Oddsstofu í Skálholtsbúðum þriðjudagskvöldið 3. júlí. Dagskráin helgins 7.–8. Júlí er eftirfarandi:

Laugardagur 7. júlí
Kl. 13:00 Viola d‘amore á vorum dögum
Marco Fusi flytur erindi.
Kl. 14:00 BRÆÐINGUR – Hljóðfæri og rafhljóð
Marco Fusi leikur fiðlusóló eftir Pierluigi Billone og frumflytur verk eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Halldór Smárason og Þráin Hjálmarsson fyrir viola d’amore og rafhljóð.
Kl. 16:00 SAMSPIL – Marco Fusi og Caput
Frumflutningur á Skeyti frá glerskurðarmanninum eftir Atla Ingólfsson.
Einnig verður frumflutt  ný útgáfa á Vana e d’ amore fyrir viola d‘amore og kammerhóp eftir ítalska tónskáldið Carlo Ciceri. Á tónleikunum hljómar einnig verkið Pharos eftir Esaias Järnegard frá Svíþjóð.

Sunnudagur 8. júlí
Kl. 14:00 AMORE TÓNAR OG FLEIRI FRAMANDI HLJÓÐ – Marco Fusi og Caput-hópurinn
Blönduð efnisskrá. Verkin sem frumflutt voru á laugardeginum verða endurtekin.

Nánari upplýsingar um Sumartónleikana er að finna á heimasíðu, http://www.sumartonleikar.is/

Mynd:

(Marco Fusi)

Marco Fusi

(Caput)

Caput

Nýjar fréttir