2.3 C
Selfoss

Rimar 6 og Ölvisholt hlutu umhverfisverðlaun Flóahrepps

Vinsælast

Umhverfisverðlaun Flóa­hrepps voru afhent á þjóð­hátíðardaginn á útivistarsvæði Umf. Þjótanda við Einbúa en þar fóru hátíðarhöldin fram. Í ár fengu verð­launin Elfa Krist­ins­dóttur og Jakob Viðar Ófeigs­son, Rimum 6, fyrir lög­býli og Ölvisholt brugg­hús, fyr­ir skemmti­lega út­færslu á nýrri gestastofu. Árni Eiríksson, odd­viti Flóahrepps, veitti verð­laun­in á hátíð­inni, sem atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps tilnefndi.

Nýjar fréttir