-1.6 C
Selfoss

Krummi og hinir Alpafuglarnir í Listasafninu á miðvikudagskvöld

Vinsælast

Hljómsveitin Krummi og hinir Alpafuglarnir heldur tónleika í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, miðvikudagskvöldið 4. júlí kl. 20:00.

Krummi og hinir Alpafuglarnir (Krummi und die Alpenvögel) er austurrísk hljómsveit sem spilar íslenska þjóðlagatónlist í nýrri útsetningu. Tónlistin einkennist af kímni, frásagnargleði og ástríðu fyrir Íslandi. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir faglistamenn, fjórir hljóðfæraleikarar og íslensk söngkona, Ellen Freydís Martin.

Miðar verða seldir við innganginn.

Nýjar fréttir