-7.1 C
Selfoss

Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja

Vinsælast

Fimmti aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja var haldinn í Skálholti fimmtudaginn 7. júní sl., en félagið var reist á grunni Skálholtsfélagsins gamla sem var stofnað fyrir 70 árum. Tilgangur félagsins er að vera bakhjarl, hollvinasamtök um Skálholt. Í félaginu eru nú 185 félagsmenn.

Á liðnu ári hefur verið mikil starfsemi í félaginu, haldin málþing og stutt almennt við starfið í Skálholti. Haldnir voru fimm stjórnarfundir og sótti vígslubiskup alla fundi þar sem hann kynnti stjórnarmönnum stöðu mála í Skálholti. Jafnframt sótti Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, flesta fundi.

Verndarsjóðurinn, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fyrrum formanni Skálholtsfélagsins, hefur staðið fyrir viðgerðum á gluggum Gerðar Helgadóttur sem eru í Skálholtskirkju. Það verk gengur mjög vel og eru líkur á að því ljúki í haust. Verkið er nánast full fjármagnað.

Á fundinum gengu þau Karl Sigurbjörnsson, Hildur Hákonardóttir og Þorfinnur Þórarinsson úr stjórninni, en þau hafa átt sæti í stjórn félagsins frá upphafi og þakkaði fundurinn þeim þeirra störf.

Í stjórn voru kjörin þau Erlendur Hjaltason, formaður, Guðmundur Ingólfsson, Bergþóra Baldursdóttir, Bjarni Harðarson og Halldóra Þorvarðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Páll Skúlason, Katrín Andrésdóttir og Anna Stefánsdóttir.

Erlendur Hjaltason, formaður, afhenti Kristjáni Val Ingólfssyni, fráfarandi vígslubiskupi, þakklætisvott á fundinum. Mynd: Páll Skúlason.

Í lok fundar var fráfarandi vígslubiskupi, Kristjáni Val Ingólfssyni þakkað fyrir hið mikla starf sem hann hefur sinnt í Skálholti þann tíma sem hann hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti.

Nýjar fréttir