3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Guðni Már Henningsson sýnir á Bókasafninu í Hveragerði

Guðni Már Henningsson sýnir á Bókasafninu í Hveragerði

0
Guðni Már Henningsson sýnir á Bókasafninu í Hveragerði
Guðni Már Henningsson.

Laugardaginn 30. júní opnar sýning á málverkum eftir Guðna Má Henningsson á Bókasafninu í Hveragerði, en þar var einmitt hans fyrsta sýning árið 2014. Yfirskrift sýningarinnar er „A love song so divine“. Sýningaropnun stendur kl. 13–15. Boðið verður upp á hressingu.

Guðni Már er ómenntaður í myndlist fyrir utan að hafa sótt einkatíma hjá Steinunni Helgu Sigurðardóttur árið 1990. Hann hefur verið að mála síðan þá. Guðni Már starfaði sem dagskrárgerðarmaður á RÚV frá 1994 þar til s.l. vor og er líklega þekktastur af Næturvaktinni á Rás 2 á laugardögum. Hann er fæddur í Bústaðahverfinu í Reykjavík en á ættir að rekja til Dalvíkur. Guðni Már hefur sent frá sér eina ljóðabók, Ljóð handa (1992) og bók í samstarfi við 5 ára dóttur sína Steinu Elenu. Bókin sú nefnist Það er rafmagnslaust hjá selunum (2016). Hann vinnur nú að matreiðslu ljóðabók. Hann var í hljómsveitinni TASS sem sendi frá sér geisladiskinn Almúgamenn (2012). Einnig sendi Guðni frá sér geisladiskinn Manstu þá vinda árið 2017. Guðni Már býr nú á Kanaríeyjum.

Guðni leitar í tónlistina í verkum sínum og bera þau nöfn erlendra laga sem hann hefur mætur á. Nafn sýningarinnar er sótt í lag Rolling Stones It´s only rock and roll (but I like it), eins og nöfn sýninga Guðna s.l. þrjú ár.

Sýningin, sem er sölusýning, er opin um leið og safnið, virka daga kl. 13:00–18:30 og laugardaga kl. 11–14. Allir eru velkomnir á sýningaropnunina.