Umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps voru afhent á 17. júní hátíðarhöldunum. Umhverfisnefnd Hrunamannhrepps sér um tilnefninguna. Í ár voru það Nína Faryna og Yaroslav Krayduba sem fengu verðlaun fyrir garðinn sinn og umhverfi við húsið sitt að Ásastíg 12 b á Flúðum.
Í greinagerð sem frá umhverfisnefnd sem fylgdi verðlaununum segir:
„Garðurinn ber þess merki að vel sé hugsað um hann. Glæsileg aðkoma er að húsinu og öll tré formuð á fallegan og stílhreinan hátt. Hellulagt bílastæði er við innganginn og stuðlabergssúlur í lögninni. Innan limgerðis fyrir framan húsið er falleg grasflöt sem teygir sig bak við hús en þar er afgirt svæði sem flokka mætti sem leiksvæði. Utan í grindverkinu er búið að planta plöntum inn í skot sem eru í hönnun grindverksins. Inn í afgirta svæðinu er falleg grasflöt með gróðri í.
Vel sést á garðinum að honum er vel sinnt og mikill metnaður lagður í að hafa fallegt umhverfi.“