2.3 C
Selfoss

Ný tæki og salur 2 opnar í Bíóhúsinu á Selfossi

Vinsælast

Bíóhúsið á Selfossi tók fyrir skömmu í notkun sýningarsal með 53 sætum. Er hann viðbót við aðalsalinn sem fyrir var en hann tekur 118 í sæti. Nýi salurinn er keyrður á glænýrri lasersýningarvél sem var sett upp í þar síðustu viku. Að sögn Marinós Geirs Lilliendahl er vélin byggð upp á lasertækni sem er mikið hagstæðari en lampatæknin sem hefur verið notuð hingað til. Að sögn Marinós verður nýtingin á tækjunum allt að tífalt betri þar sem laserinn hefur mikið lengri líftíma. „Þar erum við að tala um 30.000 klst endingu á laser á móti 2-3000 klst. á Xenon lampanum.“

„Með nýju tækjunum erum við nú með tvo fullkomna sali með samtals 171 sæti. Þetta þýðir að við getum sýnt fleiri myndir, haft fleiri sýningar og myndirnar stoppa lengur hjá okkur. Framboðið er umtalsvert betra en hefur verið. Við erum að frumsýna gamanmyndina Tag og spennumyndina Sicario 2: Soldado um næstu helgi. Einnig erum við að sýna margar aðrar myndir eins og Incredibles 2 frá Disney, Adrift frá Baltasar Kormáki, Book Club, Kona fer í stríð og Ocean’s 8. Úrvalið er því mikið og kemur sér einstaklega vel að hafa báða sali í notkun. Allir sýningartímar eru sjáanlegir inn á heimasíðunni okkar, www.biohusid.is og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Marinó.

Nýjar fréttir