3.4 C
Selfoss

Veiðisport opnað að nýju í Gagnheiði 59 á Selfossi

Vinsælast

Verslunin Veiðisport opnaði dyr sýnar að nýju laugardaginn 16. júní síðastliðinn að Gagnheiði 59 á Selfossi. Jóhannes Þór Ólafsson í Meindýravörnum Suðurlands keypti lagerinn af þeim hjónum Ágústi Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur en þau ráku Veiðisport á Selfossi um árabil.

„Versluninn opnaði með látum kl. 11:00 og var opin til kl. 17:00. Það var stöðug streymi viðskiptavina, bæði gamlir viðskipavinir hans Gústa sem komu til að ganga úr skugga um að versluninn væri kominn í góðar hendur svo og nýrra viðskiptavina sem komu bara til að skoða. Dagurinn gekk vonum framar þrátt fyrir að HM-leikur Íslands og Argentínu hafi verið á skjánum þennan dag og langflestir Íslendingar límdir við skjáinn heima í stofu að horfa á jafnteflið,“ segir Jóhannes.

Þar sem Gústi gat ekki hugsað sér að Selfoss væri án veiðbúðar hefur hann verið tíður gestur í búðinni til að fræða Jóhannes og Sigurð afgreiðlsumann um vörurnar og þá sérstaklega þær flugur sem þar eru til staðar enda ekki allir sem þekkja Rektorinn frá Hróa hetti. Að sögn Jóhannesar verður verslunin opin kl. 9–18 á virkum dögum og kl. 11–16 á laugardögum. Hann bætir við að hugmyndin sé að taka inn skotfæri þegar líða fer að veiðitímabilinu.

Nýjar fréttir