-1.6 C
Selfoss

Veiði hafin í Ölfusá

Vinsælast

Ölfusá var opnuð með viðhöfn snemma á sunnudagsmorgun. Páll Árnason heiðursfélagi Stangaveiðifélags Selfoss flaggaði eins og venjulega af því tilefni og boðið var upp á kaffi og veitingar í nýbygginguni félagsins við ána. Guðmundur Marías Jensson, formaður SVFS opnaði ána ásamt Helga Sigurði Haraldssyni forseta bæjarstjórnar Árborgar. Á þessum fyrsta veiðidegi veiddust fjórir laxar, allir bústnir og bjartir.

Agnar Pétursson með 5,5 kg lax sem hann fékk úr Ölfusá á fyrsta degi sumarsins. Mynd: SVFS.

Nýjar fréttir