3.9 C
Selfoss

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka á morgun

Vinsælast

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka, sem haldin verður á morgun laugardaginn 23. júní, fagnar 20 ára afmæli í ár. Dagskráin hefst kl. 9:00 í Hallskoti þar sem Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar. Dagskráin er síðan þétt allan daginn, en m.a. verður opnuð sýning á Stað um sögu fangelsa á Íslandi og Eldsmíðafélag Íslands verður með opið hús ásamt Byggðasafni Árnesinga og Sólvangi. Leikhópurinn Lotta verður við Sjóminjasafnið kl. 11 og í framhaldinu verður hægt að komast á hestbak og prófa bogfimi á Garðstúninu. Söguganga með Magnúsi Karel hefst kl. 17 og samsöngur í Húsinu kl. 20 áður en kveikt verður í jónsmessubrennunni kl. 22 í fjörunni vestan við bryggjuna.

Nýjar fréttir