2.3 C
Selfoss

Bláskógaskokk HSK fer fram á laugardag

Vinsælast

Hið árlega Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 23. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns og er vegalengdin 10 mílur, eða 16,09 km.

Keppendur þurfa að mæta við Fontana á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Hlaupurum er síðan boðið í Fontana að hlaupi loknu.

Hægt er að skrá sig á www.hlaup.is og lýkur forskráningu á föstudag kl. 23:00. Skráningargjaldið er 2.000 kr fyrir 17 ára og eldri en 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri. Eins er skráð á staðnum fyrir hlaup.

Keppendur verða að koma sér sjálfir á rásmark í 10 mílna hlaupinu. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður á hlaupaleiðinni, meðan á hlaupinu stendur. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730.

Nýjar fréttir