3.9 C
Selfoss

Samþykkt að íbúakosning um miðbæjarskipulag verði bindandi

Vinsælast

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Árborgar, sem fram fór mánudaginn 18. júní, lagði Helgi S. Haraldsson, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, fram tillaögu um að niðurstaða úr fyrirhugaðri íbúakosningu um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verði bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Fram kemur að þessi binding bæjarstjórnar nái eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Á-, B-, M- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista, sátu hjá.

Nýjar fréttir