2.3 C
Selfoss

Leikskólinn Álfheimar fékk Grænfánann í áttunda sinn

Vinsælast

Leikskólinn Álfheimar á Sel­fossi fékk Grænfánann afhentan í áttunda sinn á fimmtudaginn í liðinni viku. Er hann annar leikskólinn hér á landi sem hefur fengið viður­kenn­inguna átta sinnum. Í til­efni þess var saminn nýr um­hverfissáttmáli sem nem­end­ur sungu við afhendinguna.

Álfheimar fengu Græn­fán­ann fyrst árið 2004. Ef skóli nær markmiðum sínum fær hann að flagga fánanum til tveggja ára og fæst sú viður­kenning endur­nýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Frá afhendingu Grænfánans hjá Leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Mynd: ÖG.

Nýjar fréttir