2.3 C
Selfoss

Hætta með kaffisölu á 17. júní á Selfossi

Vinsælast

Stjórn frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin sjái sér ekki fært að vera með hátíðarkaffi í Fjölbrautaskólanum á Selfossi á 17. júní eins og deildin hefur gert árum saman. Yfirlýsingin er eftirfarand:

„Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hefur tekið ákvörðun um að hætta með kaffisölu á 17. júní á Selfossi. Minnkandi aðsókn hefur verið undanfarin ár samhliða því að allur kostnaður hefur aukist verulega, ýmis aðföng sem nauðsynlegt er að kaupa, húsaleiga o.fl. Því hefur þetta sem fjáröflunarverkefni ekki verið að skila tilætluðum árangri og mun deildin því láta staðar numið. Þökkum öllum sem hafa stutt þetta verkefni undanfarin ár fyrir stuðninginn og ekki síður foreldrum, iðkendum og öðrum fyrir aðstoðina.“

Nýjar fréttir