1.7 C
Selfoss

D- og B-listi mynda meirihluta í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Fulltrúar Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna og Framsóknarmanna og annarra framfarasinna hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Rangárþingi eystra. Hvor listi fékk 3 fulltrúa af 7 í sveitar­stjórn­ar­kosningunum 26. maí sl. og mynda því 6 manna meirihluta.

Anton Kári Halldórsson, fulltrúi D-lista, verður sveitarstjóri til næstu tveggja ára og Lilja Einarsdóttir, fulltrúi B-lista verður oddviti. Að tveimur árum liðnum munu þau Anton Kári og Lilja hafa sætaskipti. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum samstarfs- og málefnasamningi B- og D-lista sem gildir fyrir kjörtímabilið 2018–2022.

Samstarfs- og málefnasamniginn má sjá hér.

Nýjar fréttir