Kótelettan BBQ Festival verður haldin á Selfossi um komandi helgi. Hátíðin er sú níunda í röðinni en hún var fyrst haldin sumarið 2010.
„Auk þess að vera mikil tónlistarhátíð með fjölda landsþekktra tónlistarmanna er hátíðn ein stærsta grillveisla landssins þar sem lögð er áhersla á kjötmeti og allt sem fylgir því að grilla góðan íslenskan mat. Auk kynninga á íslenkum matvælum verður boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds. Líkt og undanfarin ár verður flottasta grillveislan verðlaunuð með glæsilegum vinningum,“ segir Einar Björsson sem hefur verð aðalmaðurinn í undirbúningi og skipulagningu Kótelettunnar undanfarin ár.
Tónlistarhátíð
Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu stíga á stokk á Kótelettunni þetta árið. Má þar nefna Stefán Hilmarsson, Birgittu Haukdal, Pál Óskar, Toodmobila, Jóa P og Króla, Í svörtum fötum, Hr. Hnetusmjör, Friðrik Dór, Albatros, Stuðlabandið, Daða Frey, Rökkvu og Love Guru. Tónlistarhátíðin fer fram í Hvítahúsinu og einnig á glæsilegu útisviði. Frábær skemmtun þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
BBQ Festival – grillhátíð
Íslenskir matvælaframleiðendur skipa stóran sess í hátíðinni en þar koma saman helstu kjötframleiðendur landsins, ýmis landssamtök kjötframleiðenda, Sölufélag garðyrkumanna og fleiri til þess að kynna og minna á þær frábæru vörur sem framleiddar eru á Íslandi. Gestum og gangandi býðst að fara um svæðið og bragða á íslensku kjöti, grænmeti og öðru góðgæti.
Fjölskylduhátíð
Á laugardeginum er boðið upp í fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á miðbæjartúninu á Selfossi, m.a. Jóa P og Króla, Brúðubílinn, Sirkus Íslands, Íþróttaálfinn og Sollu styrðu, Villa vísindamann, Sprell tívolí og Veltibílinn. Aðgangur að dagskemmtuninni er ókeypis en hún er í haldin í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og ýmis fyrirtæki á svæðinu.
Kótelettan er haldin í samstarfi við Eimskip, Pepsi Max, Gill léttöl, EB Kerfi og fjölda annara fyrirtækja. Um er að ræða eina stærstu grill- og tónlistarveislu á Íslandi þar þar sem enginn ætti að láta sig vanta.