-5.5 C
Selfoss

Ljúfir tónar í Bókakaffinu í kvöld

Vinsælast

Í kvöld, fimmtudaginn 31. maí kl. 20:00, verða tónleikar strengjakvartetts Camerarctica og söngkonunnar Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur í Bókakaffinu á Selfossi. Á efnisskrá tónleikanna verð verk eftir Mendelssohn, Jóhann G. Jóhannsson og Hildigunni Halldórsdóttur.

Mendelssohn er óþarft að kynna en Jóhann G. Jóhannsson (1955) var um langt skeið tónlistarstjóri Þjóðleikhússins og er sennilega þekktastur fyrir tónlist sína við ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna. Hildigunnur Halldórsdóttir (1912–1992) var píanóleikari og lagahöfundur en kunnust er hún sennilega fyrir textann við ungverska lagið Óskasteina og verður það einmitt flutt á tónleikunum.

Strengjakvartett Camerarctica hefur leikið saman um árabil og margsinnis komið fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Reykjavík og víðar. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir er að stíga sín fyrst skref sem söngkona, en hún stundar söngnám í MÍT (Menntaskóla í tónlist) undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur.

Aðgangur að tónleikunum  er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

Nýjar fréttir