-1.1 C
Selfoss

Árborg semur við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu á 44 leiguíbúðum

Vinsælast

Í liðinni viku var skrifað undir samning milli Árborgar og Bjargs íbúðafélags um uppbyggingu á allt að 44 leiguíbúðum í sveitarfélaginu, auk þess sem sveitarfélagið veitti Bjargi vilyrði fyrir tveimur lóðum í væntanlegu íbúðahverfi í Björk til uppbyggingarinnar.

Bjarg er húsnæðissjálfseignarstofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Nýjar fréttir