Að loknu starfsári Lionsklúbbs Selfoss er gaman að rifja upp hvað klúbbfélagar hafa tekið okkur fyrir hendur í vetur. Starfið er búið að vera kraftmikið og félagar duglegir að mæta á fundi. Þrír nýir félagar voru teknir inn en einn féll frá. Fundirnir hafa verið sambland af gestafyrirlesurum og heimsóknum í fyrirtæki og á aðra staði. Aðalfjáraflanir klúbbsins, útgáfa jólablaðs og kótilettukvöld gengu vel og gátu lionsfélagar því greitt út styrki í nokkur málefni. Lokaferðin var farin 12. maí sl. en með henni lýkur formlegu starfi vetrarinns. Við tekur ný stjórn sem mun leiða starfið af krafti næsta vetur.