1.1 C
Selfoss

Starfsfólk Friðheima gaf tvö hjartastuðtæki

Vinsælast

Þann 14. maí sl. afhenti starfsfólk Friðheima Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarsveitinni Ingunni tvö hjartastuðtæki að gjöf.

Í Friðheimum er ekki óskað eftir þjórfé fyrir starfsfólk, hvorki í formi söfnunarbauks né óskað eftir því við uppgjör í lok þjónustu. Gestir hafa samt ítrekað skilið eftir þjórfé með þökkum fyrir góða þjónustu og upplifun. Starfsfólkið ákvað að láta gott af sér leiða og gefa upphæð tippsjóðsins, sem safnast hefur, til góðgerðasamtaka.

„Það sem hafði áhrif á ákvörðun okkar er þátttaka okkar í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Í því verkefni eru ferðaþjónustufyrirtæki hvött til að taka þátt í skýrum og einföldum aðgerðum til að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir.

Við fórum að hugsa hvernig við gætum látið gott af okkur leiða hvað varðar öryggi þeirra gesta sem heimsækja eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins og sem gæti gagnast samfélaginu í heild líka. Við heyrðum í formönnum björgunarsveitanna hérna í Bláskógabyggð og kom í ljós að þau ættu ekki hjartastuðtæki en mikil þörf væri fyrir þau.

Það er ómetanlegt fyrir okkur starfsfólkið, gestina okkar og nærsamfélagið í heild að eiga svona flottar sveitir að sem eru ávalt í viðbragðsstöðu hvenær sem er sólarhringsins. Þessar sveitir vinna svo ótrúlega óeigingjarnt starf og þurfa auðvitað að vera vel tækjum búnar og er það okkur heiður að geta lagt lóð á vogarskálarnar til þess,“ segir Rakel Theodórsdóttir starfsmaður Friðheima.

 

Nýjar fréttir