1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Í forystu með Hvergerðingum

Í forystu með Hvergerðingum

0
Í forystu með Hvergerðingum
Aldís Hafsteinsdóttir, Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Eyþór H. Ólafsson.
Aldís Hafsteinsdóttir.

D-listinn í Hveragerði hefur sett fram metnaðarfulla en þó raunsæja stefnuskrá til næstu fjögurra ára. Með henni er lagður grunnur að góðri þjónustu og fallegu umhverfi bæjarbúa. Með festu í fjármálastjórn og góðum rekstri mun verða mögulegt að skapa áfram tækifæri til vaxtar og framúrskarandi þjónustu.

Mannlegi þátturinn ræður för
Hveragerði er samheldið og gott samfélag þar sem metnaður og hinn mannlegi þáttur ræður för. Við viljum halda áfram á sömu braut og þróa samfélag sem stuðlar að vellíðan, velferð og þroska allra íbúa. Við viljum áfram vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að þjónustu og ánægju íbúa. Jafnframt viljum við bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi okkar þannig að bæjarbúar geti notið friðsældar og þeirra náttúruperla sem eru í bæjarlandinu. Við viljum að íbúum líði vel og að bærinn okkar sé snyrtilegur og skemmtilegur.

Styðjum við öflugt atvinnulíf
Við ætlum að styðja við og efla atvinnulíf í bæjarfélaginu. Við munum skapa aðstæður og jarðveg fyrir öflugt, fjölbreytt atvinnulíf og styðja við garðyrkju í sveitarfélaginu með fjárhagslegum hvötum. Við ætlum að halda áfram uppbyggingunni og bjóðum því nægar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði.

Litlar íbúðir og stór einbýlishús
Fjölda lóða fyrir íbúðarhúsnæði verður einnig úthlutað.   Á næstunni munu verða til margar íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Þær minnstu á milli 50-60m2 í miðbænum en þær stærstu í formi glæsilegra einbýlishúsa á fallegum útsýnislóðum í útjaðri byggðarinnar.

Við þökkum traustið og óskum eftir stuðningi
Fulltrúar D-listans þakka það traust sem okkur hefur verið sýnt um langt árabil við stjórn Hveragerðisbæjar. Það er von okkar að þið, kjósendur góðir, veitið okkur áframhaldandi umboð til þess að vinna að þeim framfaramálum sem sett eru fram í stefnuskrá okkar fyrir komandi kjörtímabil í þágu allra bæjarbúa.

Við hvetjum alla til að nýta sér kosningaréttinn og setja X við D næstkomandi laugardag.

 

Eyþór H. Ólafsson, 1 sæti D-listans í Hveragerði.
Aldís Hafsteinsdóttir, 4. sæti D-listans í Hveragerði.