2.3 C
Selfoss

Nýr eigandi tekinn við rekstri Veisluþjónustu Suðurlands

Vinsælast

Nýlega keypti Bjartmar Pálmason rekstur Veislu­þjónustu Suðurlands á Selfossi af Ole Olesen. Bjartmar er ný­flutt­ur á Selfoss með fjöl­skyldu sína frá Reykjavík þar sem hann hefur unnið við veit­inga­geirann undanfarin 15 ár. Hann er frá Bolungarvík en ætt­aður úr Þykkvabænum.

Veisluþjónustan var stofnuð í september 1999 af Ole Olesen matreiðslumeistara sem hefur sinnt viðskiptavinum á Suður­landi með fjölbreytilegar veislur.

„Ég mun halda áfram með það sem Ole er búinn að vera að gera þ.e. matarbakkana í hádeg­inu, alls konar veislur s.s. brúð­kaup, fermingar, jólahlað­borð, árshátíðir, smárétti, grill­veislur og fleira. Ég hlakka til að þjón­usta Suðurlandið og víðar í kom­andi framtíð,“ segir Bjartmar.

Nýjar fréttir