-6.7 C
Selfoss

Árekstur á Eyravegi á Selfossi í morgun

Vinsælast

Árekstur varð á Eyravegi á Selfossi, á móts við röraverksmiðju Set ehf., um ellefuleytið í morgun þar sem tveir bílar lentu saman. Um var að ræða jeppling og lítinn sendibíl.

Á visi.is kemur fram að tveir hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og að ekki liggi fyrir um líðan þeirra. Þar segir einnig að slökkiliðið hafi þurft að klippa báða ökumenn úr bílunum.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins, þrír sjúkrabílar og slökkviliðsbíl, auk bíla frá lögreglu Suðurlands. Eyrarbakkavegur var lokaður vegna slyssins en lögregla opnaði fyrir hjáleið.

Nánar má lesa um slysið á visir.is.

Nýjar fréttir