-8.2 C
Selfoss

Kórtónleikar í Skálholtsdómkirkju annan í Hvítasunnu

Vinsælast

The Missouri State University Chorale og Skálholtskórinn syngja fjölbreytta söngdagskrá í Skálholtsdómkirkju kl. 20:00 mánudaginn annan í Hvítasunnu.

Þessi frábæri háskólakór kemur alla leið frá Bandaríkjunum og mun koma fram á tónleikum í Skálholtsdómkikju. Þau eru á ferðalagi um Norðurlöndin og eru þau mjög spennt að syngja í Skálholti. Þau eru með glæsilega efnisskrá í farteskinu og mun Skálholtskórinn einnig koma fram á tónleikunum þar sem kórarnir munu skiptast á að syngja og einnig syngja saman. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis á þessa tónleika.

Nýjar fréttir