1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Við ætlum að gera innkaup Árborgar gagnsærri og loka fyrir útgjaldalekann

Við ætlum að gera innkaup Árborgar gagnsærri og loka fyrir útgjaldalekann

0
Við ætlum að gera innkaup Árborgar gagnsærri og loka fyrir útgjaldalekann
Ari Már Ólafsson.
Erling Magnússon.

Vandi sveitarfélaga er af ýmsum toga s.s. fólksflótti og minnkandi tekjur. Önnur sveitarfélög glíma við öllu ánægjulegri vandamál, það er fjölgun íbúa. Árborg vex hratt og er það vel en örri stækkun fylgja vaxtarverkir, ekki síst að halda í við aukna þjónustu í víðasta skilningi.

Innkaupa- og útboðsmál
Grundvallaratriði er að gæta hagsýni í innkaupum. Útboð er framkvæmanlegt með nokkrum mismunandi aðferðum. Ein þeirra aðferða er svokallað lokað útboð líkt og núverandi meirihluti viðhefur varðandi nýtt 3000 m2 knattæfingarhúsnæði og viðbyggingu við leikskóla, þar sem fyrst fer fram forval og síðan bjóða valdir aðilar í verkið og er þá verkkaupi skuldbundinn að taka tilboði lægstbjóðanda. Þetta er ágætis aðferð þegar árferði gefur tilefni til t.d. þegar verktökum vantar verkefni. Aðferðin er hins vegar ekki eins skilvirk þegar þensluástand ríkir líkt og nú, þar sem hætta á óeðlilega háum tilboðum er mikil.
Við ætlum að hafa öll innkaup sveitarfélagins skýrt innrömmuð af reglum um opinber innkaup og leita allra hagstæðustu tilboða í sérhvert verkefni, setja stærri verkefni í opin útboðsferli og áfangaskipta þeim verkefnum svo smærri verktakar á svæðinu hafi möguleika á að taka þátt.

Við ætlum að loka fyrir útgjaldaleka Árborgar
Í ársreikningi Árborgar sem nú liggur fyrir kemur fram að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins hafa hækkað um 435 milljónir á milli ára. Þær upplýsingar vekja spurningar, því almennar launahækkanir eða umsvif sveitarfélagins gefa ekki tilefni til þessa. Þetta ætlum við að skoða sérstaklega og hagræða verulega m.a. með því að ráða frekar fólk á launaskrá en að kaupa þjónustu af dýrum einkaaðilum útí bæ á 25.000kr. á tímann.
Við ætlum að hagræða verulega í rekstri sveitarfélagsins og skera niður aðkeypta vinnu sérfræðinga. Að fastráða bæjarlögfræðing sem sinnir stjórnsýslunni eingöngu, sparar sem dæmi sveitarfélaginu háar fjárhæðir. Það háar fjárhæðir að það dugar að mestu til að greiða fyrir gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna í Árborg.
Við ætlum að stoppa útgjaldalekann með því að gera innkaup Árborgar gagnsærri og skilvirkari.

Merkjum x við M á kjördag fyrir upphaf nýrra tíma í Árborg!

 

Ari Már Ólafsson, skipar 4. sæti á M-lista Miðflokksins í Árborg.
Erling Magnússon, skipar 5. sæti á M-lista Miðflokksins í Árborg.