-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Heilbrigðis- og félagsþjónusta í Árborg

Heilbrigðis- og félagsþjónusta í Árborg

0
Heilbrigðis- og félagsþjónusta í Árborg
Anna Jóna Gunnarsdóttir.

Þjónusta við aldraða og fatlaða er eitt af mikilvægum hlutverkum hvers sveitarfélags. Þetta eru þó þeir samfélagshópar sem oft bera skertan hlut frá borði er kemur að fjárveitingum og þjónustu.
Það er Ríkið sem ber ábyrgð á heimahjúkrun og rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra kynnti nýlega áform um auknar fjárveitingar til þessa málaflokks og því ber að fagna. Þurfum við sem sveitarfélag að standa vörð um þessar skuldbindingar. Félagsþjónustan er í höndum sveitarfélagsins. Í Árborg getum við gert betur. Nú þegar er samþykkt áform um byggingu nýs hjúkrunarheimilis hér í Árborg sem er vel. Halda þarf áfram uppbyggingu á húsnæði og þjónustuúrræðum því skortur er á húsnæði.

Hvað er NPA?
Einnig þarf að huga að ný samþykktum lögum um Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Þessi aðstoð leggur áherslu á réttindi fatlaðra til sjálfstæðrar búsetu og val um þjónustustig. Það þýðir að bæði húsnæði og þjónusta er sniðin að þörfum hvers og eins. Þjónusta af þessu tagi þyrfti einnig að gilda um aldraða sem þyrftu að hafa valkost um hvernig þeir vilja eyða sínu ævikvöldi.

Fjölbreytt þjónusta
Með því að styrkja heimaþjónustu, aukum við raunverulegt val. Tryggja þarf samvinnu þeirra sem þjónustuna veita, til að styrkja þjónustuna og laga að þörfum og óskum hver og eins. Góð þjónusta af þessu tagi gefur einstaklingum möguleika til að lifa sjálfstæðu lífi sem lengst á eigin heimili.
Tryggja þarf fagmenntun og reynslu þeirra sem við þetta starfa, að starfsumhverfi sé gott og faglegt, og að starfsfólk sé metið að verðleikum. Dagdvalartilboð er einn mikilvægur þáttur.
Dagþjónusta eins og Vinamynni og Árblik þjóna nú þegar mikilvægu hlutverki og eru að vinna frábært starf. Í þessu er einnig bundinn sparnaður bæði félagslega og fjárhagslega, þar sem einstaklingurinn fær raunverulegt val. Þjónusta í heimahúsi er einnig mun ódýrari fyrir sveitarfélagið. Þannig að það er hægt að veita fleiri einstaklingum þjónustu.
Það er staðreynd að öll verðum við eldri og með hækkuðum aldri fylgir oft aukin þjónustuþörf, og þá hugsanlega þörf fyrir pláss í hjúkrunarrými þegar heimaþjónusta dugar ekki lengur til. Hugsum vel um alla í samfélaginu okkar. Gerum betur í Árborg með Vinstri Grænum.

 

Anna Jóna Gunnarsdóttir, 2. sæti – Vinstri Græn Árborg.