7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Undirskriftir um miðbæ Selfoss enduðu í 31,8%

Undirskriftir um miðbæ Selfoss enduðu í 31,8%

0
Undirskriftir um miðbæ Selfoss enduðu í 31,8%
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum undirskrifta um miðbæ Selfoss segir að Þjóðskrá Íslands hafi endurmetið niðurstöður undirskriftasöfnunar aftur og að nýjar tölur hafi fegnist í gær eða 16. maí. Starfsmenn Þjóðskrár Íslands hafi komist að því að sumir einstaklingar hafi verið tvítaldir þar eð nöfn þeirra voru á báðum listunum þ.e.a.s.  rafrænu- og pappírslistunum. Þetta endurmat leiddi til þess að nákvæmlega sami fjöldi kjósenda í Árborg vildi fá að kasta atkvæði sínu á nýsamþykkt aðal- og deiliskipulag eða 2.086 einstaklingar sem er  31,8% af kjósendum Árborgar. Þetta er um 10% hærra hlutfall en nauðsynlegt er til að framkvæma íbúakosningu í sveitarfélaginu Árborg, en það er 29%.
 
Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir gátt hjá sér þannig að allir þeir sem eru með gilda undirskrift á undirskriftalitunum hafa fengið póst um það í pósthólf sitt á mínum síðum á Ísland.is hjá Þjóðskrá Íslands. Til að nálgast tilkynninguna þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
 
Í tilkynningunni segir að undirskriftalistarnir hafi eðlilega verið hjá Þjóðskrá Íslands þar sem starfmenn hennar hafi verið að endurmeta fjölda lögmætra undirskrifta. Það sé á vegum persónuverndar hvernig sveitarfélög megi meðhöndla þessa undirskriftalista. „Varðandi þetta atriði höfum við sent fyrirspurn til persónuverndar og er sú niðurstaða liggur fyrir verður ekkert því til fyrirstöðu að afhenda listana framkvæmdastjóra bæjarstjórnar,“ segir í tilkynningu frá Aldísi Sigfúsdóttur, Davíð Kristjánssyni og Gísla R. Kristjánssyni, forráðamönnum undirskriftasöfnunar í Árborg.