-2.2 C
Selfoss

Lið Ölfuss sigraði Útsvarið

Vinsælast

Keppnislið Sveitarfélagsins Ölfuss bar sigur úr bítum í Útsvarinu, spurningaleik sveitarfélaganna á RÚV, í kvöld. Úrslitaviðureignin var á milli liðs Ölfuss og liðs Ísafjarðar. Jafnt var á með liðunum til að byrja með en þegar á leið tóku Ölfusingar forystuna og unnu að okum nokkuð öruggan sigur 75-51. Bæði lið voru að taka þátt í úrslitaviðureigninni í fyrsta sinn. Lið Ölfuss skipuðu þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir.

Sigurliðið vann Ómarsbjölluna svokölluðu og fékk að auki 250.000 kr. í verðlaun. Ölfusingar ákváðu að gefa sigurlauni til Félags eldri borgara í Ölfusi.

Nýjar fréttir