6.1 C
Selfoss

Bæjarstjórn Hveragerðis styður hlaupið Hengill Ultra Trail

Vinsælast

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að styðja við hlaupið Hengill Ultra Trail sem haldið verður 8. september næstkomandi í Hveragerði.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn fagnar metnaðarfullum markmiðum bréfritara um uppbyggingu Hengils Ultra Trail sem haldið hefur verið hér í Hveragerði frá árinu 2010. Í hlaupið í ár eru þegar skráðir um 150 keppendur svo vænta má umtalsverðar aukningar frá fyrra ári. Koma keppendur frá mörgum þjóðlöndum. Í ljósi þess að fjárstuðningur bæjarins við keppnina mun renna til baka til félaga í bæjarfélaginu með greiðslu fyrir vinnuframlag samþykkir bæjarstjórn beiðnina.“

Gert er ráð fyrir að Hjálparsveit skáta og Íþróttafélagið Hamar verði skipuleggjendum til halds og trausts og munu félögin fá greitt fyrir vinnuframlagið. Mun stuðningur bæjarins gera þetta mögulegt en auk þess er gert ráð fyrir vinnuframlagi frá áhaldahús og vinnuskóla vegna hlaupsins

Nýjar fréttir