Þann 12. maí sl. var stór dagur í sögu Golfklúbbs Selfoss en þá skrifaði Sveitarfélagið Árborg undir langtímasamning við klúbbinn. Samningurinn felur í sér að golfklúbburinn verður með Svarfhólsvöll ásamt nýju svæði undir 18 holur og æfingasvæði til langframa.
„Við erum gríðarlega ánægð og stolt að hafa náð þessum góða samningi sem festir klúbbinn í sessi á þessum fallega stað. Núna er hægt að hefja uppbyggingu og ekki þarf að óttast lengur um staðsetningu vallarins. Núna hefst uppbygging á fullu og vonumst við til að geta hafið uppbyggingu á nýjum holum síðar á þessu ári,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS.