-1.1 C
Selfoss

Nýr eldaskáli tekinn í notkun í Laugarvatnsskógi

Vinsælast

Síðastliðinn föstudag var full­veldishátíð haldin í Laugar­vatnsskógi. Fagnað var 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga og um leið var formlega tekinn í notk­un nýr eldaskáli í skóginum, þjónustuhús sem reist er eftir verðlaunatillögu frá 2013 um áningarstaði í þjóðskógunum.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð og skólarnir á Laugarvatni, leik­skóli, grunnskóli og framhalds­skóli, stóðu að hátíðinni ásamt Skógræktinni. Hátíðin var vel sótt, nemendur gróðursettu 100 tré í tilefni afmælisins og nýi eldaskálinn sannaði sig sem vel heppnað þjónustuhús. Um 200 manns hið minnsta komu á þessa hátíð sem naut styrks frá afmælis­nefnd 100 ára fullveldis á Íslandi

Myndir: Hreinn Óskarsson.

Nýjar fréttir