-4.4 C
Selfoss

Átta Selfyssingar í 30 manna landsliðshópi Guðmundar

Vinsælast

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur tvo leiki við Litháen í júní í umspili um laust sæti á HM 2019 en mótið verður haldið  í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Vilnius í Litháen föstudaginn 8. júní en sá síðari í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní.

Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari A-landsliðs karla hefur valið 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina og hafði landsliðsþjálfarinn þetta að segja, á heimasíðu HSÍ, um valið á hópnum og leikina: „Framundan er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska landsliðið þegar liðið mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM. Ég hef ákveðið að velja stóran og öflugan hóp fyrir verkefnið og hefjum við æfingar með hluta hópsins 23. maí”.

Í leikmannahópnum eru samtals átta Selyssingar. Af þeim eru fjórir núverandi leikmenn Selfoss og fjórir uppaldir leikmenn sem spila með erlendum liðum. Auk þess er Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari, Selfyssingur.

Leikmannahópinn má sjá hér:
(Selfyssingarnir eru feitletraðir).

Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged
Vignir Stefánsson, Valur

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona
Daníel Þór Ingason, Haukar
Einar Sverrisson, Selfoss
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ólafur Gústafsson, KIF Kolding København

Miðja:
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Haukur Þrastarson, Selfoss
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien

Hægri skytta:
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol
Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Teitur Örn Einarsson, Selfoss

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Lína:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland
Ýmir Örn Gíslason, Valur

Vörn:
Alexander Örn Júlíusson, Valur

Starfslið:
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari
Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari
Tomas Svensson, aðstoðarlandsliðsþjálfari
Guðni Jónsson, liðsstjóri
Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari
Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari
Pétur Örn Gunnarsson, sjúkraþjálfari
Brynjólfur Jónsson, læknir
Örnólfur Valdimarsson, læknir

Nýjar fréttir