1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Lýðheilsa fyrir alla í Hrunamannahreppi

Lýðheilsa fyrir alla í Hrunamannahreppi

0
Lýðheilsa fyrir alla í Hrunamannahreppi
Sigfríð Lárusdóttir.

Við á D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi viljum horfa til framtíðar, því er mikilvægt að huga að lýðheilsu íbúa. Með auknu stuðningi til bættrar lýðheilsu sparast fjármunir sveitarfélagsins til framtíðar. Íslenska ríkið hefur sett sér markmið að Ísland verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030 og því er mikilvægt að sveitarfélög styðji við það markmið. Samkvæmt alþjóðarheilbrigðismálastofnunninni byggist lýðheilsustarf á þverfaglegu samstarfi og samvinnu í samfélaginu og felur í sér að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður íbúa með heilsueflingu, forvörnum, rannsóknum og heilbrigðisþjónustu. Til að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum viljum við taka þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag, sem embætti landlæknis hefur sett á laggirnar. Eftirfarandi þætti ætlum við að framkvæma til að styðja við þetta markmið.

Mikill metnaður er lagður í íþróttastarf fyrir börn og unglinga í sveitafélaginu. Á síðasta kjörtímabili var auðveldað börnum og unglingum að stunda íþróttir með hvatagreiðslum. Munum við auka við þær í samræmi við hækkun á æfingagjöldum.

– Ókeypis fyrir íbúa undir 18 ára aldri í sund og íþróttahús.
– Lýðheilsukort fyrir íbúa 18 ára og eldri á kr. 7000/-árið sem gildir í íþróttahús, tækjasal og sundlaug sveitarfélagsins
– Skipulagsmál sveitarfélagsins stuðli að góðu aðgengi fyrir alla og virki hvetjandi til hreyfingar.
– Hvetja fyrirtæki og stofnanir innan hreppsins að nýta sér þau góðu og hollu hráefni sem fást í sveitafélaginu – beint frá býli.
– Hvetja íbúa hreppsins eftir fremsta megni til að ganga eða hjóla í vinnu.
– Efla forvarnarstarf og fræðslu um heilbrigt líferni.
– Styðja við góða aðstöðu og aðgengi fyrir eldriborgara og fatlaða innan sveitarfélgsins og auðvelda þeim þáttöku í samfélaginu.

Með þessum þáttum munum við efla samfélagið okkar, auka heilbrigði íbúa og stuðla að fólksfjölgun.

 

Sigfríð Lárusdóttir, skipar 3. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi.