1.7 C
Selfoss

Viðbygging við Kirkjuhvol á Hvolsvelli vígð

Vinsælast

Þann 1. maí sl. fór fram vígslu­athöfn vegna nýrrar viðbygg­ingar við hjúkrunar- og dvalar­heimil­ið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Um 300 gestir voru viðstaddir athöfnina.

Ísólfur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri, Lilja Einars­dótt­ir, odd­viti, og Ólöf Guðbjörg Eggerts­dóttir, hjúkrunarforstjóri, fluttu ávörp í tilefni dagsins.
Kven­félag­ið Eining færði heimil­inu hjól þar sem tveir geta hjólað en einnig er hægt að hafa það raf­knúið. Kvenfélagið Hall­gerður færði heimilinu sjúkrarúm og náttborð sem þegar hefur verið sett upp í herbergi í nýju við­bygg­ingunni.
Frú Agnes M. Sig­urð­ardóttir, biskup Íslands, bless­aði nýju við­bygginguna og færði sam­félaginu hamingjuóskir.

Nýjar fréttir