Þann 1. maí sl. fór fram vígsluathöfn vegna nýrrar viðbyggingar við hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Um 300 gestir voru viðstaddir athöfnina.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, oddviti, og Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri, fluttu ávörp í tilefni dagsins.
Kvenfélagið Eining færði heimilinu hjól þar sem tveir geta hjólað en einnig er hægt að hafa það rafknúið. Kvenfélagið Hallgerður færði heimilinu sjúkrarúm og náttborð sem þegar hefur verið sett upp í herbergi í nýju viðbyggingunni.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, blessaði nýju viðbygginguna og færði samfélaginu hamingjuóskir.