2.3 C
Selfoss

Undirskriftahlutfall um miðbæ Selfoss endaði í 32,4% og 32,6%

Vinsælast

Forráðamenn undirskriftsöfnunar um nýjan miðbæ í Árborg hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Þjóðskrá Íslands hefur endurmetið niðurstöður undirskriftasöfnunar. En vegna mistaka þá voru rafrænar undirskriftir ekki inn í fyrstu tölum Þjóðskrár Íslands. Þess vegna er niðurstaða Þjóðskrár Ísland að hærra hlutfall kjósenda óskaði eftir íbúakosningu eða 2.125 eða 32,4% kjósenda óskuðu eftir því að aðalskipulagið færi í íbúakosningu og 2.138 eða 32,6% kjósenda óskuðu eftir því að deiliskipulagið færi í íbúakosningu. Þetta er um 12% hærra hlutfall en nauðsynlegt er samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins, sem er 29%. Þá má benda á það að vegna þessa endurmats Þjóðskrár Íslands þá hafa undirskriftalistarnir eðlilega verið hjá þeim.

Vegna umræðu á netinu um afhendingu gagnanna til Þjóðskrár Íslands þá viljum við benda á að það er krafa um það í reglugerð 155/2013 að ábyrðarmenn undirskriftasöfnunar komi upplýsingum á rafrænt form. Þess vegna sendi Þjóðskrá Íslands okkur ábyrgðarmönnum undirskriftalistana til baka til að koma ákveðnum upplýsingum á rafrænt form. Við gerðum það samkvæmt þeirra leiðbeiningum, gögnin innsigluð aftur og sent aftur til Þjóðskrár Ísland eða m.ö.o. þetta var gert eins og lög og reglur kveða á um.

Vegna yfirlýsingar framkvæmdastjóra Árborgar um það að undirskriftalistarnir skuli birtir er þau fá þá í hendurnar þá er rétt að benda á það að lögfræðingur dómsmálaráðuneytis benti okkur á það að undirskriftirnar væru persónuupplýsingar og því bæri að fara með þær í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Og það sé persónuvernd sem fer með eftirlit á þessu sviði. Samkvæmt samtali við persónuvernd er ekki heimild fyrir að birta þessa lista opinberlega samkvæmt persónuverndarlögum. Og sveitarstjórn þarf að sýna fram á lögmætan tilgang ef undirskriftirnar verða meðhöndlaðar á einn eða annan hátt.

Aldís Sigfúsdóttir, Davíð Kristjánsson og Gísli R. Kristjánsson, forráðamenn undirskriftsöfnunar í Árborg.

Nýjar fréttir