-1.1 C
Selfoss

Selfyssingar úr leik í handboltanum

Vinsælast

Selfoss og FH áttust við í Vallaskóla í kvöld í hreinum úrslitaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. FH-ingar höfðu yfirhöndina í leiknum og unnu að lokum þriggja marka sigur 26-29. Þeir fara því í úrslitarimmuna við ÍBV en Selfyssingar hafa lokið leik þetta tímabilið.

FH-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og voru á tímabili 5 mörkum yfir. Góð markvarsla Sölva Ólafssonar hélt Selfyssingum á floti og náðu þeir að minnka muninn í 12-15 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu aftur 5 marka forskoti. Síðasta korterið náðu Selfyssingar að vinna sig inn í leikinn, eins og þeir hafa svo oft gert. Það dugði þó ekki til því svo fór að FH vann leikinn 26-29.

Einar Sverrisson var sem fyrr markahæstur Selfyssinga með 8 mörk. Elvar Örn skoraði 6 mörk, Haukur 4, Guðni 2, Teitur Örn 2, og þeir Atli Ævar, Árni Steinn, Richard Sæþór og Sverrir Pálsson 1 mark hver. Sölvi var frábær í markinu og varði 16 skot. Hjá FH voru Ásbjörn, Óðinn Þór og Arnar Freyr með 6 mork hver, Gísli Þorgerir með 4, Einar Rafn 3 og þeir Ágúst og Jóhann Karl með 2 mörk hvor. Ágúst Elí varði 18 skot.

Nýjar fréttir