-4.3 C
Selfoss

Hugmyndavinnu vegna nýs skóla í Björkurstykki lokið

Vinsælast

Vinnuhópur vegna hugmyndavinnu við undirbúning nýs skóla í Björkurstykki í Sveitarfélaginu Árborg hefur lokið störfum og skilað skýrslu til bæjarráðs og fræðslunefndar. Hópurinn hélt nokkra vinnufundi, heimsótti nýlega skóla í Reykjavík og fékk kynningu á undirbúningi að nýjum skóla í Reykjanesbæ. Birna Sigurjónsdóttir kom til liðs við vinnuhópinn í janúar sl. til að stýra ferlinu en hún hefur mikla reynslu af slíkum verkefnum. Eftirtalin voru skipuð í undirbúningshóp af bæjarráði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í fræðslunefnd, Magnús Gíslason, fulltrúi í fræðslunefnd, Eyrún B. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri og Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, sem tók við af Eyrúnu í byrjun mars

Einnig tóku fjölmargir aðrirð þátt í hugmynda- og undirbúningsvinnunni. Síðasti fundur hópsins var haldinn fimmtudaginn 26. apríl sl. til að fagna nýútkominni skýrslu, ræða starfið og um mikilvægi námsfagnaða. Ásta Stefánsdóttir kom inn á fundinn og færði hópnum góðar kveðjur og þakkir frá bæjarráði sem hafði tekið skýrsluna á dagskrá fyrr um daginn.

Nýjar fréttir