5 C
Selfoss

Lið Ölfuss komst í úrslit í Útsvarinu

Vinsælast

Lið Sveitarfélagsins Ölfuss komst í úrslit í spurningakeppninni Útsvari um síðustu helgi. Í undanúrslitum áttust við feikisterkt lið Fljótsdalshéraðs og lið Ölfuss. Liðin voru hnífjöfn að keppni lokinni, hvort lið með 78 stig. Því þurfti að grípa til bráðabana. Bráðabaninn virkaði þannig að það lið sem fyrr svarar tveimur spurningum rétt vinnur. Svo fór að Ölfus sigraði 80-78. Um komandi helgi kemur í ljós hvort það verða Hafnfirðingar eða Ísfirðingar sem mæta Ölfusingum í úrslitaþættinum 18. maí nk.

Nýjar fréttir