-10.3 C
Selfoss

Kjósa þarf um nýtt miðbæjarskipulag í Árborg innan árs

Vinsælast

Niðurstöður undiskriftasöfnunar sem hópur fólks stóð fyrir, þar sem farið var fram á íbúakosningu um nýtt skipulag miðbæjar Selfoss, liggja nú fyrir. Alls þurfti undirskriftir 29% íbúa eða 1.909 atkvæðisbærra manna til að bæjaryfirvöldum yrði skylt að boða til íbúakosningar um skipulagið. Niðurstaðan er að 1.928 skrifuðu undir lista um breytingu á aðalskipulagi í miðbænum og 1.941 undir breytingu á deiliskipulagi í miðbænum. Þjóðskrá fór yfir og úrskurðaði um gildar undirskriftir.

Niðurstöðurnar þýða að bæjaryfirvöld þurfa að halda kosningu á meðal íbúa um nýja skipulagið innan árs.

Nýjar fréttir