D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, sem er nýtt afl í Hrunamannahreppi, var samþykktur á fundi á Hótel Flúðum 1. maí sl.
Listann skipa eftirtalin:
- Jón Bjarnason, verktaki, ferða- og sauðfjárbóndi, Hvítárdal.
- Bjarney Vignisdóttir, bóndi, hjúkrunarfræðingur, garðyrkjufræðingur og sveitarstjórnarmaður, Auðsholti 6.
- Sigfríð Lárusdóttir, sjúkraþjálfari, Hvammi 1.
- Rúnar Guðjónsson, útskriftarnemi í ML og formaður Ungmennaráðs Suðurlands, Melum Flúðum.
- Þröstur Jónsson, húsasmíðameistari og garðyrkjubóndi, Högnastíg Flúðum.
- Ásta Rún Jónsdóttir, grunnskólakennari og deildarstjóri leikskóla, Vesturbrún Flúðum.
- Bjarni Arnar Hjaltason, búfræðingur, Borgarási.
- Hanna Björk Grétarsdóttir, verslunarstjóri, Miðfelli 1.
- Björgvin Viðar Jónsson, hagfræðinemi í HÍ, Dalbæ.
- Magnús Gunnlaugsson, hrossaræktandi, fyrrverandi bóndi og sveitastjórnarmaður, Miðfelli 5.