Bæjarmálafélagið Áfram Árborg hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna í Sveitarfélaginu Árborga 2018. Framboðið leggur áherslu á skýra framtíðarsýn fyrir Árborg, faglega og opna starfshætti við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins og aukna aðkomu íbúa að stefnumarkandi ákvörðunum.
Listann skipa eftirtalin:
- Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Selfossi
- Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Selfossi
- Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki, Selfossi
- Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
- Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Selfossi
- Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi
- Viðar Arason, bráðatæknir, Selfossi
- Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður, Stokkseyri
- Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður, Selfossi
- Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Selfossi
- Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
- Valgeir Valsson, starfsmaður Fagform, Selfossi
- Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur, Selfossi
- Eva Ísfeld, starfsmaður MS, Eyrarbakka
- Axel Sigurðsson, búfræðingur, Selfossi
- Auður Hlín Ólafsdóttir, nemi í lyfjafræði, Stokkseyri
- Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, Selfossi
- Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Selfossi