-8.2 C
Selfoss
Home Fréttir Við ætlum að vekja Sveitarfélagið Árborg

Við ætlum að vekja Sveitarfélagið Árborg

0
Við ætlum að vekja Sveitarfélagið Árborg
Tómas Ellert Tómasson.

Haustið 2008 varð hér á landi bankahrun sem er flestum landsmönnum enn i fersku minni. Afleiðingar bankahrunsins birtust með margvíslegum hætti og enn eymir af áhrifum þess nú tæpum tíu árum síðar. Ein birtingamynd þess var sú að bygging nýrra íbúða stöðvaðist að mestu á landinu öllu. Samtök iðnaðarins og tengdir aðilar bentu á það fljótlega eftir bankahrunið að þær íbúðir sem byggðar voru á bóluárunum fyrir hrun, hefðu að stórum hluta verið byggðar til að mæta uppsafnaðri íbúðaþörf frá því fyrir aldamótin 2000. Sömu aðilar bentu einnig á að árið 2011 þyrfti að hefja byggingu íbúða aftur af krafti til að mæta þörf komandi ára.

Sofandi bæjarstjórnarmeirihluti D-lista

Húsnæði er hluti af grunnþörfum hverrar fjölskyldu. Helsta ástæða þess að fólk hefur flust af höfuðborgarsvæðinu að undanförnu í nærliggjandi sveitarfélög er sú að mikill framboðsskortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu íbúðar kaupendur og venjulegt launafólkt hafa heldur ekki efni á að eignast eða leigja þær íbúðir sem eru þar í boði. Það ætti ekki að koma ráðandi öflum í Árborg á óvart að þegar til staðar eru á Selfossi og víðar í sveitarfélaginu tilbúin hverfi, fyrir ríflega eitt þúsund íbúa hvar búið er að malbika götur og kveikja á ljósastaurum líkt og í Hagalandi, að verktakar sjái sér leik á borði og hefji uppbyggingu á íbúðarhúsnæði þar og að í kjölfarið flykkist fólk til staðarins. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar, D-listi Sjálfstæðisflokksins sem sofið hefur værum heimakærum blundi undanfarin ár, bregst nú við heimatilbúnum „aðstæðum“ með því að dæsa, brjóta eigin reglur og samþykktir og versla húsbyggingar á skuggahverfisverðum til að mæta „skyndilegri“ þörfinni fyrir þjónustunni sem sjálfsagt er að sveitarfélagið veiti íbúum þess.

M-listi Miðflokksins í Árborg ætlar að bregðast strax við fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa í sveitarfélaginu á næstu árum og vekja Sveitarfélagið Árborg til vitundar um að vinna áætlanir fram í tímann sem standast skoðun, til góðs fyrir alla íbúa Árborgar.

 

Tómas Ellert Tómasson, oddviti M-lista Miðflokksins í Árborg.