-10.5 C
Selfoss

FH-ingar jöfnuðu einvígið

Vinsælast

Annar leikur Selfoss og FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta fór fram í Kaplakrika í gær. Skemmst er frá því að segja að FH-ingar fóru með sigur af hólmi í miklum markaleik, unnu 37-33. Þar með er staðan í einvíginu jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik.

Næsti leikur er í Vallaskóla á þriðjudaginn og hefst leikurinn kl. 19:30. Búast má við góðri mætingu á leikinn eins og var á fyrsta leiknum og reyndar líka í leiknum í gær. Góð stemning og stuðningur geta hjálpað liðunum mikið. Því er um að gera að mæta og hveta sína menn.

Í leiknum í Kaplakrika hafði FH forustu í leiknum lengst af en Selfyssingar voru aldrei langt undan. Mikil barátta var í lokin en þá rimmu unnu FH-ingar. Mikið munaði um góðan leik Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem Selfyssingar réðu illa við. Gísli skoraði 13 mörk í leiknum. Þá var markvarslan á köflum betri hjá FH en það hefur sitt að segja í svona leikjum. Markahæstir Selfyssinga voru Einar Sverrisson með 11 mörk og Teitur Örn Einarsson með 8 mörk.

Nú er bara að bíta í skjaldarrendur, koma til baka og vinna næsta leik.

Nýjar fréttir