-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Ágætu sambýlingar í Árborg

Ágætu sambýlingar í Árborg

0
Ágætu sambýlingar í Árborg
Anna Jóna Gunnarsdóttir.

Nú á ný er komið að sveitarstjórnarkosningum. Þá er vert að velta því fyrir sér hvað skiptir máli í okkar nærsamfélagi. Það skiptir okkur máli að nýta þann lýðræðislega rétt sem við höfum til að hafa áhrif, og taka þátt í að móta samfélagið.

Aðeins um mig. Ég er fædd í Reykjavík árið 1964. Pabbi er ættaður úr Jökulfjörðum og mamma frá Sölkutóft á Eyrarbakka. Árið 1969 var mikla vinnu að hafa á Selfossi og fluttum við hingað það ár, ég var þá fimm ára. Pabbi, sem var húsasmíðameistari, byggði fyrsta fjölbýlishúsið hér á Selfossi og er ég stollt af því. Ég gekk í barna- og gagnfræðaskóla Selfoss og var svo á meðal fyrstu nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands, á heilsugæslubraut. Þá fór kennsla fjölbrautaskólanns fram á ýmsum stöðum í bænum. Ég lærði til sjúkraliða og starfaði frá 1985 til 1994 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Árið 1994 flutti ég með manni mínum og þrem börnum til Noregs. Þar stundaði ég nám við Hogskolen í Ostfold og útskrifaðist þaðan með BC gráðu í hjúkrunarfræði. Við fluttum svo aftur á Selfoss árið 2013. Það var gott að koma á Selfoss aftur og mér finnst bærinn hafa þróast í rétta átt. Selfoss er snyrtilegur bær og finnst mér mikið til koma hversu gróðursælt er hér, komandi frá Noregi. Ég starfa nú sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í Fossvogi.

Ég hef lengi haft áhuga á stjórnmálum, enda tel ég að stjórnmál snúist um það hvernig við höfum það í okkar samfélagi og hvernig við deilum góðanum. Að mannlíf sé blómlegt og að fólk búi við öryggi og fái að njóta sín. Að heiðarleiki sé í hávegum hafður og að við sem hér búum, fáum taka þátt í að móta það samfélag sem við lifum í.

Ég hef því ákveðið að bjóða fram krafta mína og skipa ég annað sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.

Anna Jóna Gunnarsdóttir, 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.